Ánægja með fyrirhugaða matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lýsa ánægju með þá uppbyggingu sem nú á sér stað á vegum félagsins Festarhalds varðandi áform um matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum fer fyrir hópi áhugasamra aðila um slíka matvælavinnslu þar og er verið að hleypa hugmyndinni af stokkunum.

breidalsvk_vefur.jpg

Sveitarstjórnin lýsti sig tilbúna til að koma að málum með því að aðstoða við gerð viðskiptaáætlunar félagsins og leita eftir stuðningi opinberra stofnana og sjóða. Þá samþykkti sveitarstjórnin að kaupa hlut í Festarhaldi að fjárhæð 7,5 milljónir króna að því tilskyldu að áætlanir félagsins um öflun heildarhlutafjár gangi upp að öðru leyti.

---

Ljósmynd/Steinunn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.