Skip to main content

Nýir eigendur að Hótel Bláfelli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. feb 2009 12:22Uppfært 08. jan 2016 19:19

Hótel Bláfell á Breiðdalsvík hefur verið selt. Kaupendur er hjón á besta aldri sem verið hafa við nám í Danmörku, en munu flytja til Breiðdalsvíkur ásamt börnum sínum í endaðan mars.

Kristín Ársælsdóttir og Njáll Torfason hafa rekið hótelið síðastliðin tíu ár. Kristín segir söluna frágengna, en að hinir nýju eigendur taki ekki við staðnum fyrr en í enda mars og hótelið verði lokað um óákveðinn tíma. Kaupverð fæst ekki uppgefið.

hotelpic.jpg

Þau Kristín og Njáll ætla að búa áfram á svæðinu og segir Kristín þau hafa nóg að sýsla þó þau láti nú af áratugarlöngum hótelrekstri.

 

Hótel Bláfell stendur í miðju þorpsins á Breiðdalsvík, er með alls tuttugu og tvö herbergi, tíu í nýlega reistu bjálkahúsi og tólf í eldri hluta hótelsins. Öll eru þau tveggja manna og með baði. Byggt var við hótelið árið 1998. Matsalur er fyrir um 30 manns, auk setustofu og bars.

logonafn02.jpg