Nýir eigendur að versluninni Við Voginn

Á föstudag tóku nýir eigendur við versluninni Við Voginn á Djúpavogi. Eigendaskiptin fóru fram fyrir milligöngu Djúpavogshrepps, í fullu samráði við fyrri eigendur, að því er segir í frétt frá sveitarfélaginu. Fyrirtækið er nú í eigu Vogs ehf. og Djúps ehf., en eigendur þeirra fyrirtækja eru Emil Karlsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Jónína Guðmundsdóttir.
Fyrri eigendur vilja koma á framfæri þökkum til heimamanna, starfsmanna, allra viðskiptavina og birgja fyrir ánægjuleg viðskipti í u.þ.b. tvo áratugi. Jafnframt senda þeir árnaðaróskir til hinna nýju eigenda.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.