Námskeið í jákvæðum samskiptum

Námskeið í svokallaðri millimenningu verður haldið á Hótel Framtíð, Djúpavogi, þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Námskeiðið, eða smiðjan, gengur út á að vekja þátttakendur til vitundar um mikilvægi jákvæðra, innihalds-og árangursríkra samskipta við einstaklinga sem tilheyra mismunandi samfélagshópum. 

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Leiðbeinandi námskeiðsins verður Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur heilan dag.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna hjá Ferða-og menningarmálafulltrúa Djúpavogs, Bryndísi. Hún er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má hafa samband við hana í síma 478-8228.

Frestur til þess að skrá sig á námskeiðið rennur út föstudaginn 9.janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.