Námskeið í jákvæðum samskiptum
Námskeið í svokallaðri millimenningu verður haldið á Hótel Framtíð, Djúpavogi, þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Námskeiðið, eða smiðjan, gengur út á að vekja þátttakendur til vitundar um mikilvægi jákvæðra, innihalds-og árangursríkra samskipta við einstaklinga sem tilheyra mismunandi samfélagshópum.
Leiðbeinandi námskeiðsins verður Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur heilan dag.
Skráningu og nánari upplýsingar má finna hjá Ferða-og menningarmálafulltrúa Djúpavogs, Bryndísi. Hún er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má hafa samband við hana í síma 478-8228.
Frestur til þess að skrá sig á námskeiðið rennur út föstudaginn 9.janúar.