Norðfirðingafélagið fagnaði hækkandi sól

Aðalfundur og sólarkaffi Norðfirðingafélagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju 1.febrúar s.l.  Á annað hundrað manns mættu og segir Gísli Gíslason að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá fólk á öllum aldri mæta. 

 norf1.jpg

Fundurinn byrjaði með venjulegum aðalfundarstörfum og í framhaldi hófst sólarkaffið.  Þar las Stella Steinþórsdóttir úr bókinni Norðfjarðarbók, þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár, en afi hennar Hálfdán Haraldssonar frá Kirkjumel í Norðfirði tók saman og skráði sögurnar. Því næst spilaði Ómar Skarphéðinsson á harmonikku á meðan gestir gæddu sér á pönnukökum og öðru góðgæti, sem félagsmenn komu með. Gestir fóru því heim bæði saddir og sælir.

norf2.jpg


Gísli segir starfsemi í Norðfirðingafélaginu vaxandi og mætingu almennt góða á viðburði.  Ný heimasíða er með margvíslegum upplýsingum og myndum úr heimabyggð. Slóðin er www.nordfirdingafelagid.is.
,,Svo í lokin má kannski bæta við að Norðfjörður var eitt sinn nefndur Litla Moskva, þar sem þar réðu lengi vinstri menn. Það er kannski táknrænt að sólarkaffi Norðfirðingafélagsins ber upp á 1. febrúar eða sama dag og fyrsta vinstri ríkisstjórn er mynduð!," segir Gísli.

 

 

norf3.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.