Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Miðstöðin verður til húsa á efri hæð í Níunni, Miðvangi 1-3 á Egilsstöðum. Margvísleg þjónusta verður þar fyrir fólk í atvinnuleit og atvinnulausa. Þjónustan felst í ráðgjöf, þjónustu og námskeiðahaldi. Gert er ráð fyrir að í miðstöðinni verði hægt að leita til félags- og fjármálaráðgjafa á vegum Fljótsdalshéraðs, náms- og starfsráðgjafa á vegum Þekkingarnets Austurlands, prestar Fljótsdalshéraðs verða til taks og verið er að athuga aðkomu fleiri aðila, m.a. vegna sálfræði- og lögfræðiþjónustu.

 

Sjá umfjöllun í Austurglugganum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.