Olweusarkynning fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, deildarstjóri, segir skólann þátttakanda í Olweusarverkefninu gegn einelti. ,,Ákveðið var að halda fund með öllum sem koma að frístundastarfi ungmenna á Egilsstöðum. Markmið fundarins er að kynna fólki Olweusarverkefnið og benda á leiðir til að koma í veg fyrir einelti. Starfsfólk skólans telur mikilvægt að allir þeir sem koma að uppeldi og umönnun barna og unglinga viti um það starf sem unnið er í skólanum." segir Sigurbjörg og hvetur alla sem málið er skylt til að mæta, enda markmiðið að auka skilning á því hvað felist í einelti. ,,Við berum öll jafna samfélagslega ábyrgð á því að einelti þrífist ekki í okkar samfélagi."