Opinn fundur um hafrannsóknir í dag

Síldarvinnslan hf. og Hafrannsóknarstofnun standa fyrir opnum fundi um rannsóknir á uppsjávarfiskum í Egilsbúð, Neskaupstað í dag kl. 14:00.

1042_15_3---north-shields-fish-quay_web.jpg

Á fundinum fjallar Þorsteinn Sigurðsson, forstöðumaður Nytjastofnasviðs Hafrannsóknarstofnunarinnar, um ástand helstu uppsjávarfiskistofna við Ísland.  Gerð verður grein fyrir mati á ástandi stofnanna, á veiðum á þeim og breytingum á útbreiðslu þeirra undanfarin ár.  Jafnframt verður gerð grein fyrir rannsóknum á þeirri alvarlegu sýkingu sem upp hefur komið í íslensku sumargotssíldinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.