Héraðshátíðin Ormsteiti hófst í gærkvöldi á karnivalgöngu.
Fyrst söfnuðust hverfi héraðsins saman á Vilhjálmsvelli undir forystu
karnivalgöngu sem fór frá Sláturhúsinu. Á vellinum voru hverfaleikarnir
þar sem lið Selbrekku og skóga sigraði. Að leikunum loknum hélt gangan
niður í Egilsstaðavík þar sem Lagarfljótsorminum voru færðar fórnir.
Hátíðin heldur áfram næstu vikuna. Í dag er Norður-Héraðsdagur og
Safnadagur á Egilsstöðum og Hallormsstaðardagur á morgun.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.