Pólska kennd í grunnskólanum á Djúpavogi

Í Djúpavogsskóla var síðasta betur boðið upp á pólskunám með valgrein. Skólastjórinn segir áhugann hafa verið ágætan. Hugmyndin kom frá nemendum skólans.

„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga á að læra pólsku. Við erum með nokkra pólskumælandi starfsmenn og þar af einn kennara sem tók vel undir þetta og við ákváðum að hafa þetta sem eina valgreinina. Það voru um tíu krakkar sem völdu pólskuvalið í síðasta haust.

Þetta er ekki aðeins tungumálið sjálft heldur einnigog spjall um hefðir og menningu í Póllandi, sem er nokkuð frábrugðnin því sem hér er,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri.

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla landsins skal bjóða upp á tiltekinn fjölda valgreina með hefðbundnu námi en það getur verið flókið fyrir minni grunnskóla á fámennum stöðum að koma slíku á. Á Djúpavogi reynir skólinn að nýta þá möguleika sem til staðar eru hverju sinni.

„Það er til dæmis skemmtilegt að segja frá því að einn valmöguleikinn nú fyrir unglingastigið er heimilisfræði með áherslu á mat úr héraði. Þar er horft sérstaklega til þess matar sem framleiddur er eða er ræktaður hér um slóðir. Þau hafa prófað sig áfram með hreindýrahakk og hafa lært að gera sósur eins og Lefever framleiðir hér“

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.