Páskafjör í Oddsskarði

Senn líður að hefðbundinni Tíróla-hátíð í Oddsskarði um páska, en hún stendur dagana 9. til 13. apríl. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja upplagt að verja góðum dögum í faðmi Austfirsku Alpanna ásamt fjölskyldu og vinum. Margt skemmtilegt verður að vanda á dagskrá Tíróla-hátíðar í ár og er dagskráin hér meðfylgjandi. Mikill snjór er í Oddsskarði og von á góðu færi eins og svo oft er um páskana og að sjálfsögðu verður sól og blíða á svæðinu.
ski.jpg

Laugardagurinn 4. apríl

 

Nesbær
Sýningin Bryggjubrot án skýringa opnar í kaffihúsinu Nesbæ á Norðfirði.  Sýndar eru ljósmyndir á striga eftir Sigrúnu Jónsdóttur, sýningin mun standa yfir alla páskana. 

Sundlaugar Fjarðabyggðar
Sundlaugarnar á Norðfirði og Eskifirði verða opnar alla páskana 9-13 apríl, frá kl. 12:00 til 19:00.

 


Fimmtudagurinn 9. apríl. Skírdagur.

 

Skíðasvæðið Oddskarði
Opið frá 10:00 – 17:00 og um kvöldið frá 20:00 – 23:00.

Dagur brettafólksins. Lögð verður Bordercross-braut (snowboard racing) ásamt stökkum og hólum sem ætti að kæta marga brettaunnendur.

20:00 - 23:00 Um kvöldið verður hið árlega super jump snjóbrettamót, Mótið verður haldið við 1lyftuna ásamt dynjandi tónlist og fjöri.  Dæmt verður út frá getu, byltum, stíl og öllu sem dómurum dettur í hug að gefa fyrir.
Hljómsveitin Winson leikur nokkur lög í lok kvöldsins.

        

Föstudagurinn 10. apríl. Föstudagurinn langi.

 

Skíðasvæðið Oddsskarði 
Opið í frá 10:00 – 17:00.
 
10:00-12:00 Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Lögð verður skemmtileg braut við litlu lyftuna með ýmsum þrautum og stökkum.

Ferðafélag Fjarðamanna
Píslarganga á skíðum.  Gengið verður frá Kofanum á Fagradal og um Sléttadal niður að Seljateigi í Reyðarfirði. Þetta er auðveld og falleg skíðagönguleið, hvergi bratt. Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson sími 4761381. Þátttakendur mæti við Vegamót Fáskrúðsfjarðarvegar, innan við Reyðarfjörð kl. 10:00 Verð kr. 500.- fyrir fullorðna. www.simnet.is/ffau

 

Laugardagurinn 11. apríl.

 

Ferðaþjónustan Mjóeyri
Páskaeggjaleit fyrir alla fjölskylduna á Mjóeyri kl 9:30. Verð er eins og alltaf frjáls framlög.

Skíðasvæðið Oddsskarði
Opið frá 10:00 – 17:00 og um kvöldið frá 20:00 -23:00.  Tíróla stemning verður ríkjandi í fjallinu allan daginn.

13:00 Risastórsvig fyrir 16 ára og eldri í minningu Gunnars Ólafssonar. Keppnismenn fyrri ára og aðrir eru hvattir til að skrá sig. Skráning hefst kl.12 í skíðaskála. Við hvetjum aðra gesti til að mæta með bjöllur, flautur og jóðla í takt meðan keppendur bruna hjá.
20:00 til 23:00 Um kvöldið spilar hið heimsfræga Wald 3 ekta Tíróla tónlist um allar brekkur í anda Ómars Skarphéðinssonar fram eftir öllu kvöldi.

Flugeldasýning endar skemmtunina í fjallinu og verður síðan jóðlandi gleði í Hótel Egilsbúð fram eftir nóttu með Wald 3.

Egilsbúð:
Ball með tíróla bandinu Wald 3 í Egilsbúð á Norðfirði. 

Valhöll:
Ball í Valhöll á Eskifirði,  Ingó og veðurguðirnir. 

 

 

Sunnudagurinn 12. apríl. Páskadagur.

 

Ferðafélag Fjarðamanna
Hátíðarganga út í Páskahelli Norðfirði. Verða þetta páskarnir þar sem sólin dansar? Upprifjun á sögnum. Leiðsögumaður: Sigurborg Hákonardóttir. Mæting kl 06:00 við vitann á Bakkabökkum.  Verð kr 500.- fyrir fullorðna.

Skíðasvæðið Oddsskarði:
Opið frá kl. 10:00 – 17:00.

Sparifatadagur.  Allir að mæta í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins.

13:00 Páskaeggjamótið fyrir 8 ára og yngri. Lagðar verða 2 brautir hlið við hlið og eru léttar þrautir í þeim. Gefin verða verðlaun fyrir bestu tilþrif, byltu, brosið og hvað eina sem vekur gleði og fjör. Allir fá síðan páskaegg í lok keppni. Mun hún Rósmunda Halldóra mæta til að dæma og veita verðlaun.

14:30  Bordercross–braut.  Leikur fyrir 9 ára og eldri. Tveir eða fleiri renna saman og sá sem kemur fyrstur niður fer aðra umferð. Nota má ýmsa klæki á niðurleið til komast fyrstur niður.

 

 

Mánudaginn 13. apríl.

 

Skíðasvæðið Oddsskarði
Opið frá  10:00 – 17:00.

Kjötsúpukveðjuhátíð.  Súpa seld í skálanum í ódýrari kantinum og mun allur ágóði renna til Björgunarsveitarinnar á Norðfirði , en þeir sjá um alla gæslu á svæðinu um helgina.

Allir hvattir til að mæta með góða skapið og skemmta sér vel í góðra vina hópi í fallegu umhverfi og náttúrulega í frábæru veðri sem að sjálfsögðu verður til staðar.

Hægt er að nálgast aðrar upplýsingar á vef Skíðamiðstöðvarinnar www.oddsskard.is. og í síma 878-1474 .
 
Skíðasvæðið í Oddsskarði er talið með þeim bestu hérlendis
því er tilvalið að verja góðri helgi saman í góðra vina hópi.

 

 

Ljósmynd/Oddsskarð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.