Rangur texti með myndagátu Austurgluggans

Við prentum jólablaðs Austurgluggans, sem berst áskrifendum í dag og á morgun, var fyrir mistök rangur texti prentaður með myndagátunni.

Sagt er að myndagátan innihaldi eina setningu. Hið rétta er að þær eru þrjár. Eins er rangur skiladagur á lausnum en hann ætti að vera mánudagurinn 6. janúar.

Eins féll úr árétting um að ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóða né hástöfum og lágstöfum í gátunni.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.