Ráðgjöf verði færð frá Hafró til háskólasamfélagsins

Elding, félag smábátaeigaenda á norðanverðum Vestfjörðum, vill að ráðgjöf um árlegan heildarafla nytjastofna á Íslandsmiðum verði færð frá Hafrannsóknastofnun til háskólasamfélagsins. Ályktun þar að lútandi var samþykkt á stjórnarfundi félagsins 8. mars. Stjórnin telur að sá trúnaðarbrestur sem orðinn er milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar sé farinn að skaða nauðsynlega framþróun.

2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

 

Áskorun til stjórnvalda

  

Fundur í stjórn Eldingar félagi smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum haldinn á Ísafirði 8. mars 2009 samþykkir að beina því til stjórnvalda að færa ráðgjöf um árlegan heildarafla nytjastofna á Íslandsmiðum frá Hafrannsóknastofnun til háskólasamfélagsins.

Að Hafrannsóknastofnun einbeiti sér að rannsóknum.  Að valdar verði vísindastofnanir t.d. Háskólinn á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða sem vinni úr gögnum Hafrannsóknastofnunar.  Stofnanir þessar gefi ráðgjöf og komi af stað umræðu um hvað rannsaka á. 

Ráðherra skal gefa út heildarafla að höfðu samráði við sjómenn.

Stjórn Eldingar telur að sá trúnaðarbrestur sem orðinn er milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar sé farinn að skaða nauðsynlega framþróun. Við teljum að styrkja þurfi vísindagrunninn undir veiðiráðgjöfinni og auka þekkingu á lífríki hafsins.  Það verði best gert með því að virkja háskólasamfélagið. Upplýst og opin umræða vísindamanna sem skilar sér út í samfélagið er nauðsynleg.  Forsenda hennar er að trúnaður ríki á milli sjómanna og þeirra sem gefa veiðiráðgjöf.  Virkja verður sjómenn í þekkingarleitinni á lífríki hafsins,“ segir í ályktun Eldingar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.