Þórhallur með ljósmyndasýningu í Saltfisksetrinu
Þórhallur Pálsson, arkitekt, opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00. Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en að ætt og uppruna Austfirðingur. Útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum.
Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.
Í þessari fyrstu einkasýningu ætlar Þórhallur að sýna okkur myndir af ýmsu sem er ekki sérlega stórt í raunveruleikanum, en er þar ef vel er að gáð.
Frítt er inn á sýninguna og er hún opin á opnunartíma Saltfisksetursins alla daga vikunnar frá 11:00- 18:00. Nánar á www.strympa.is