Úrslitaviðureign Útsvars annað kvöld

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn því lið Fljótsdalshéraðs keppir við Kópavog í lokaúrslitum spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, annað kvöld í Sjónvarpi. Líkt og síðastliðinn föstudag, þegar lið Héraðsbúa vann sigur á Árborg, mun nýstofnaður íþrótta- og tómstundastjóður Hattar efna til samkomu, en nú á Hótel Héraði. Þar verður keppnin sýnd á breiðtjaldi og boðið upp á veitingar. Til stendur að sjónvarpa beint frá samkomunni í Útsvarsþættinum og því eru stuðningsmenn og velunnarar hvattir til að fjölmenna. Ágóði af aðgangseyri rennur til nýstofnaðs íþrótta- og tómstundasjóðs.

tsvar2.jpg

 

 

Aðgangseyrir verður lagður í sjóð fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði. Í hann má síðan sækja um ferðastyrk fyrir þau til tómstunda- og íþróttastarfs. Hugmyndin kemur til vegna vaxandi fjárhagsörðugleika hjá fjölskyldum og dæma um að börn og unglingar komist ekki í keppnisferðalög eða annað með félögum sínum vegna fjárskorts. Þriggja manna stjórn mum annast styrktarsjóðinn og verður hann skipaður fulltrúa frá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, yfirþjálfara frá Hetti og einu foreldri. Sjóðurinn er vistaður hjá Hetti.

 

Húsið opnar kl. 18:45. Aðgangseyrir er þúsund krónur á mann, en hver fjölskylda borgar þó að hámarki þrjú þúsund krónur. Frítt er fyrir átta ára og yngri.

 

Veitingar verða meðal annars í boði Hótels Héraðs og N1.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.