Ráðstefna um velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í Barna- og fjölskylduvernd og Forlagið í tilefni af útkomu bókarinnar Árin sem engin man eftir Sæunni Kjartansdóttur og fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.

sidfraedistofnun.jpg

Ráðstefnan hefst með ávarpi félags- og tryggingaráðherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, og þar á eftir fjallar Vilhjálmur Árnason, prófessor, um verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna. Þá taka við tvær málstofur: Sú fyrri fjallar um velferð barna fyrstu æviárin og þar halda þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, og Inga Þórsdóttir, prófessor, erindi.

 

Í síðari hlutanum verður athyglinni beint að gildismati í uppeldi barna og þar munu þau Baldur Kristjánsdóttir, dósent, Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur, Hrund Þóarinsdóttir, djákni, og séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri, halda erindi. Í lokin verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Salvör Nordal forstöðumaður.


Aðgangur er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.