Sameiningarviðræður hefjist

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að hafinn verði  undirbúningur að formlegum viðræðum við Djúpavogshrepp um hugsanlega sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps, en málið hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn Djúpavogshrepps að sveitarfélögin fari af stað í formlegar sameiningarviðræður með aðkomu ríkisvaldsins.  Slíkt sé eðlilegt framhald af þeim óformlegu viðræðum sem farið hafa fram milli sveitastjórnanna. Lögð er áhersla á að ákveðnir þættir vega þungt í að þessar viðræður beri tilætlaðan árangur og má þar nefna að samgöngur á milli staðanna verða að vera öruggar með heilsársvegi yfir Öxi og uppbyggingu vegarins um Skriðdal. Þá þarf að vera tryggt að eldri sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs séu greidd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.