Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga

Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.

1012288.jpg

Frétt Bændablaðsins:

Ekki þarf að efa það að sæðingar hafa haft mikil og góð áhrif á kynbótastarfsemi í sauðfjárrækt á undnaförnum árum. Nú er svo komið að fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda.

Eiríkur J Kjerúlf á Arnheiðarstöðum er formaður félagsins og segir hann að þessi ákvörðun hafi verið tekinn í ljósi þess að fjárhagsstaða félagsins hafi verið býsna góð. „Félagið á svo sem engar milljónir í sjóðum. Það lá hins vegar niðri um nokkurt skeið og var ekki endurreist fyrr en fyrir nokkrum árum síðan. Það voru til sjóðir hjá félaginu sem að ávöxtuðust á meðan. Menn tóku síðan þá ákvörðun að fara þessi leið til að styðja við fjárræktarstarfsemi á félagssvæðinu.“

Mjög gagnlegt fyrir ræktunarstarfið
 

Vel flestir sauðfjárbændur í Fljótsdal eru félagar í fjárræktarfélaginu en ekki eru allir þeirra sem að sæða að sögn Eiríks. „Það er afar mismunandi hvað menn eru stórtækir í þessum efnum og við ákváðum að setja ekki þak á hversu mikið yrði greitt til hvers og eins að þessu sinni. Við ákváðum að prófa þetta í ár og munum endurmeta stöðuna á næsta ári. Við vitum ekki alveg fyrir víst hversu há upphæðin verður á endanum en við sjáum það nú fljótlega. Ef að vel tekst til munum við vafalítið halda áfram með þetta verkefni og jafnvel bæta í. Ég held að þetta sé mjög gagnlegt fyrir fjárrækt á svæðinu. Maður gæti jafnvel séð fyrir sér svipað verkefni varðandi ómskoðun en það hefur hins vegar ekkert verið ákveðið í þeim efnum.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.