Sex ungir listamenn í Fjarðabyggð bjóða á lokasýningu Skapandi sumarstarfa

Líf færist í braggann við Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði á morgun þegar sex ungir listamenn úr Fjarðabyggð opna þar sýningu sína Náttúrulögmál.

Listamennirnir sex hafa í sumar tekið þátt í verkefninu Skapandi sumarstarf en það er hugsað fyrir ungt fólk sem vill bæði efla listsköpun sína en jafnfram glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum.

Sýningin Náttúrulögmál er lokahnykkur þessa verkefnis þetta sumarið og verður hún opin frá 16 til 19 á morgun en á milli 13 og 15 bæði laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis.

Listahópurinn samanstendur af Daníelu Yolanda Melara Lara, Elísabeti Mörk Ívarsdóttur, Helenu Lind Ólafsdóttur, Hrefnu Ágústu Marinósdóttur, Kormáki Valdimarssyni og Maríu Rós Steindórsdóttur. Verk þeirra af ýmsum toga; allt frá vatnslita- og olíumálverkum til ljóða og tónverka og endurspegla hluti á borð við skordýrafælni og geðheilbrigði svo fátt sé nefnt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.