Skiptum á búi Hetjunnar lokið

Skiptum á búi Lagarfells ehf., rekstrarfélags veitinga- og skemmtistaðarins Hetjunnar í Fellabæ, er lokið. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 25,2 milljónum króna.

 

ImageEkki fundust eignir í búinu utan lausafjár en andvirði þess dugði ekki til greiðslu krafna umfram skiptakostnað, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Austurlands í nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.