Skotsvæði í landi Þuríðarstaða

Lögð hafa verið fram drög að samningi við Skotveiðifélag Austurlands vegna afnota af landi og uppbyggingar skotsvæðis í landi Þuríðarstaða á Eyvindarárdal. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn hugmyndinni.

 

Bæjarstjórn hefur lagt blessun sína yfir að breyting á aðalskiplagi verði send til Skipulagsstofnunar. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn svæðinu því þeir telji það hafa áhrif á hugsanlegt vatnsöflunarsvæði fyrir neysluvatn þéttbýlisins við Lagarfljót. Þeir hafa einnig bent á takmarkanir og skilyrði sem starfsemi skotæfingasvæðisins eru sett vegna staðsetningarinnar auk þess sem hún takmarki landnotkun bænda á svæðinu. Þeir gerðu sendu inn athugasemdir þegar auglýst var eftir þeim í fyrra.
Fulltrúar meirihlutans hafa bent á að skotsvæðið sé ekki á fyrirhugðu brunn- og tökusvæði en við veitingu starfsleyfis verði ábendingum Heilbrigðiseftirlits Austurlands, um nauðsynlegar öryggisráðstafanir, fylgt til fullnustu.
Á skotsvæðinu er gert ráð fyrir riffilbrautum, „skeetvelli“ fyrir haglabyssur, klúbbhús og skothús.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.