Skip to main content

Skrúðganga og skúlptúrar af Lagarfljótsbrúnni á 17. júní - Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jún 2025 11:10Uppfært 19. jún 2025 14:10

Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardagsins voru með hefðbundnu sniði á Egilsstöðum. Fjölmenni tók þátt í skrúðgöngu sem gengin var frá Egilsstaðakirkju niður að íþróttahúsinu, þar sem var stutt dagskrá áður en aðaldagskráin hófst í Tjarnargarðinum.


Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs, lögreglan og iðkendur fimleikadeildar Hattar, sem skipuleggur hátíðahöldin á Egilsstöðum, fóru fyrir skrúðgöngunni.

Í Tjarnargarðinum var dagskrá nokkuð hefðbundin. Jóney Jónsdóttir, framhaldsskólakennari, flutti hátíðarávarp og Sigrún Jóna Óskarsdóttir, starfsmaður Lyfju, var fjallkona. Hún las meðal annars brot úr ljóðinu „Lands föður míns“ eftir Jóhannes úr Kötlum.

Rótarýklúbbur Héraðsbúa veitti sína árlegu viðurkenningu fyrir framlag til samfélagsins. Hana fékk Bryndís Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar og fyrrum skólameistari Hallormsstaðarskóla en hún skildi við skólann eftir að hafa tryggt háskólanám þar sem hefst í haust.

Þá voru veitt verðlaun í skúlptúrasamkeppni fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Þemað var Lagarfljótsbrúin í tilefni þess að 120 ár eru síðan fljótið var fyrst brúað milli Egilsstaða og Fella. Ýmsar áhugaverðar útfærslur bárust af brúnni.

Myndir: Unnar Erlingsson

IMG 6043
IMG 6083
 MG 6736
 MG 6741
 MG 6782
 MG 6791
 MG 6792
 MG 6806
 MG 6840
 MG 6857
 MG 6921
 MG 6930
 MG 6939
 MG 6958
 MG 6984
 MG 6992
 MG 7007
 MG 7008
 MG 7012
 MG 7013
 MG 7017
 MG 7030
 MG 7114
 MG 7132
 MG 7146
 MG 7175
 MG 7212
 MG 7244