Öskudagur rennur brátt upp

 Einn skemmtilegasti dagur ársins er á morgun -  höldum því þannig og útbúum krakkana okkar á öruggan hátt.

Hér eru nokkrar leiðbeiningar sem gott er að fara eftir:

 skudagur_forvarnahs.jpg

Reimar og snúrur í búningum

Ef snúrur og reimar eru í hálsmáli þá ber að fjarlægja slíkt. Alvarleg slys hafa átt sér stað þegar reimar við háls s.s. í hettum eða hafa fest í hlutum og þrengt hefur að hálsi. Forvarnahúsið mælir með að fjarlægja reimar úr hálssvæði og stytta reimar sem eru í mitti og neðan í fatnaði til þess að þær krækist síður í.

Gott er að:

Fjarlægja reimar úr hálssvæði fatnaðar og búninga.

Setja  hnappa, smellur, teygjur eða jafnvel franskan rennilás í staðinn.

Sídd búninga

Varist að hafa öskudagsbúningana of síða þannig að börnin eigi það ekki á hættu að stíga á þá og detta.

Gott að hafa í huga:

Styttið skálmar búninga.

Leyfið börnum ekki að vera í of stórum skóm (diskó háhæluðum og afaskóm).

Andlitsmálning og hárlitunarefni

Litir sem notaðir eru til að mála andlit geta bæði verið hefðbundnar snyrtivörur eða leikföng.  Til þeirra eru gerðar ólíkar kröfur.  Með báðum tegundum skal þó fylgja lýsing á innihaldi sem foreldrar barna sem gjörn eru að fá ofnæmi eða eru með viðkvæma húð hættu að skoða vel.  Andlitsmálning sem seld er í leikfangaverslunum og oft með búningum á að vera CE merkt til staðfestingar því að málningin uppylli allar kröfur sem gerðar eru hér á landi til slíkra leikfanga.

Ekki nota andlitsmálningu sem ekki er ætluð til þess að nota á unga húð.

Gott að hafa í huga:

Veljið andlitsmálningu sem er CE merkt.

Lesið lýsingu á innihaldi málningarinnar.

Ekki nota málningu á viðkvæma húð.

Gætið hreinlætis og að andlitsmálning fari ekki í augu.

Sælgæti og smáhlutir

Smáhlutir og sælgæti eiga enga samleið og vitað er um mörg tilfelli þar sem legið hefur við köfnun þegar börn hafa sett smáhluti upp í sig og haldið það vera nammi.  Forðist einnig að velja of stórt nammi sem er hart og erfitt að kyngja. 

Gott að hafa í huga:

Farið í gegnum nammið hjá yngstu börnunum og takið stóra nammið frá sem og leikföng/smáhluti.

Kuldi

Munið að klæða börnin vel undir búningunum, það er allra verðra von og því lítið gaman að vera að frjósa úr kulda á þessum annars skemmtilega degi.

Lausaganga barna

Forvarnahúsið mælir með því að foreldrar eða fullorðinn aðili sé með börnum sínum þennan dag.  Látið ekki ung börn vera ein á ferli, jafnvel þó þau séu nokkur saman í hóp. Keyrið þeim í fyrirtæki eða verið með þeim í verslunarmiðstöðum og skemmtið ykkur með þeim

Gott að hafa í huga:

Sendið ekki ung börn ein út á öskudaginn.

Endurskinsmerki

Á þessum árstíma er dimmt og því ættu börn alltaf að vera með endurskinsmerki.  Á öskudaginn eru börn á ferðinni víða um bæinn, á tíma og stöðum sem þau eru vanalega ekki á.   Festið því endurskinsmerki á öskudagsbúningana.  Staðsetning merkjanna skiptir miklu máli.

Gott að hafa í huga:

Endurskinsmerki eiga að vera neðarlega þannig sjást þau frá öllum hliðum.

Einstaklingur á gangi án endurskinsmerkja sést fyrst í u.þ.b. 20 - 30 m fjarlægð frá bíl sem ekur með lág ljós.

Aukahlutir

Með öskudagsbúningum fylgja oft flottir aukahlutir s.s. sverð og byssur.  Ágætt er að brýna fyrir börnum að setja ekki hávaðaleikföng s.s. byssur upp að eyra (hvorki sínum né annarra).  Hvell stutt hljóð t.d. frá hvellhettubyssu geta haft viðvarandi áhrif á heyrn.

Athugið hvort sverð og annað þ.h. sé oddhvasst.  Slíkt getur skaðað andlit og augu barna. 

Gott að hafa í huga:

Þarf að vera hvellhetta í leikfangabyssunni?

Aldrei má beina leikfangi sem gefur frá sér hljóð upp að eyranu, það getur skaðað heyrn.

Sverð geta verið oddhvöss, varist að gera heimatilbúin sverð, best væri ef þau væru úr gúmmí eða efni sem gefur eftir.

Gætið þess að hattar, gleraugu og grímur takmarki ekki sjónsvið barna.

Eldur – eldfimi búninga

Efni búninga og grímur eru í eðli sínu eldfimt og lítið þarf til að það kvikni í þeim, aldrei má vera með eld eða t.d. sígarettur nálægt þeim.  Gerðar eru kröfur til brunaeiginleika efna s.s. öskudagsbúninga en aldrei má treysta því að ekki geti kviknað í þeim. 

Gott að hafa í huga:

Búningar og grímur eru eldfimir

Umferðin

Á öskudeginum þá eru börn eru á ferðinni víðsvegar um borg og bæi.   Takið tillit til þess og brýnið jafnframt fyrir ykkar börnum að líta vel til beggja hliða áður en farið er yfir götu og gæta fyllstu varúðar í umferðinni.  Ágætt er að fara í gegnum það að aldrei skal farið upp í bíl með ókunnum.

 

Gott að hafa í huga:

Mikið af börnum er úti – akið varlega

Brýnið fyrir börnum að fara varlega yfir götu.

Góða skemmtun

skudagur_forvarnahs.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.