Síldarvinnslan styrkir Mæðrastyrksnefnd

Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að senda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fjögur bretti af sjófrystum ýsuflökum. Alls eru það 4,2 tonn sem fara suður. Síldarvinnslan hvetur fyrirtæki til að leggja sitt að mörkum til aðstoðar þeim sem minna mega sín.

hkon_viarsson_starfsmstj_og_gunnr_ingvason_frkv_vi_bretti.jpg

,,Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum og aðstoða þá sem eru að fara illa út úr þeim áföllum sem á okkar hafa dunið að undanförnu," segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. ,,Það er alveg ljóst að margar fjölskyldur eiga erfitt núna og þurfa á aðstoð að halda og því er mikilvægt að við stöndum vörð um um hvert annað á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum.

Við viljum hvetja fyrirtæki sem eru aflögufær til að styðja við bakið á góðgerðarstofnunum landsins.

Flytjandi tók að sér að flytja farminn frítt fyrir okkur til Reykjavíkur."

 brettin_stt__frystigeymslu_svn.jpg

Myndir:

Hákon Viðarsson starfsmannastjóri og Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri við bretti.

Brettin sótt í frystigeymslu SVN

(Myndir/Síldarvinnslan)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.