Orkumálinn 2024

SÚN veitir þrettán milljónum króna til Norðfirðinga

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN, veitti á þriðjudagskvöld þrettán milljónum króna til ýmissa samfélagsverkefna á Norðfirði. Er þetta í fyrsta sinn sem veitt er fé úr nýjum styrktar- og menningarsjóði félagsins. Tuttugu og sex einstaklingar og samtök hlutu styrki.

vefur_styrkegar.jpg

SÚN bárust umsóknir um styrki fyrir 29 milljónir króna og kostnaður þeirra verkefna sem lá að baki nam tæpum 80 milljónum. Styrkþegar eru þessir:

  1. Olga Lísa Garðarsdóttir vegna Leikfélagsins Djúpsins í VA. 400.000
  2. Elsbieta Arsso Cwalinska vegna Ljóðabókarinnar Stjarnan og fjörðurinn. 50.000
  3. Ólafía Elín Ólafsdóttir vegna Dags harmonikunnar. 100.000
  4. Margrét Perla Kolka vegna tónlistarmeðferðar í Nesskóla. 400.000
  5. Ari Benediktsson vegna varðveislu Þórsskúrsins. 1.500.000
  6. Magni Kristjánsson v. mynd og hljóðvæðingar Tryggvasafns. 400.000
  7. Jón Hilmar Kárason v. starfsemi Blúsklúbbsins. 300.000
  8. Anna Bjarnadóttir v. starfsemi Listasmiðju Norðfjarðar. 800.000
  9. Theodóra Alfreðsdóttir v. endurbyggingar Þórsmerkur. 1.500.000
  10. Birta Sæmundsdóttir v. kvikmyndaklúbbs Atoms. 250.000
  11. Anna Margrét Sigurðardóttir v. foreldrafélags Nesskóla. 150.000
  12. Sigrún Júlía Geirsdóttir v. starfsemi Blæs hestamannafélags. 300.000
  13. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir v. ferðakostn. Blakdeildar Þróttar. 400.000
  14. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir v. strandblaksvallar í Neskaupstað. 300.000
  15. Arnar Guðmundsson v. knattspyrnuakademíu í Neskaupstað. 400.000
  16. Arnar Guðmundsson v. lýsingar á Norðfjarðarvöll. 1.000.000
  17. Olga Lísa Garðarsdóttir v. íþróttaakademíu VA. 300.000
  18. Rut Hafliðadóttir v. starfsemi Sunddeildar Þróttar. 250.000
  19. Ármann Örn Sigursteinsson v.Íslandsmóts í snjókross. 100.000
  20. Eysteinn Þór Kristinsson v. ungbarnaíþróttaskóla Þróttar. 350.000
  21. Karl R. Róbertsson v. skíðadeildar Þróttar og bikarmótaraðar. 400.000
  22. Páll Björgvin Guðmundsson v. útsýnis- og veitingaaðstöðu við Norðfjarðarvita. 200.000
  23. Ína D. Gísladóttir v. endurnýjunar merkinga á gönguleiðum. 250.000
  24. Sigurður Rúnar Ragnarsson v. búnaðar f. fæðingadeild FSN. 1.500.000
  25. Pétur Sörensson(Guðmundur Sveinsson. v. Skjala- og myndasafns Norðfjarðar. 1.100.000
  26. Ragnheiður Hall v. Kvenfélagsins Nönnu. 300.000

vefur_styrkegar2.jpg

vefur_styrkegar3.jpg Á síðustu þremur árum hefur SÚN veitt um 150 milljónum til samfélagsmála innan Norðfjarðar og eru peningarnir stærstur hluti af arði félagsins vegna hlutabréfaeignar í Síldarvinnslunni. Félagið hefur tapað nokkru af fjármunum í bankakreppunni, en hyggst þó ótrautt halda áfram að styðja við bakið á Norðfirðingum.

Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri SÚN, segir félagið nú orðið sjötíu og sex ára gamalt og hafi það marga fjöruna sopið á þeim tíma. Félagið var  áratugum saman stór atvinnurekandi í sjávarútvegi í Neskaupstað. Það stóð fyrir stofnun Síldarvinnslunnar hf. á sínum tíma og hefur staðið í margs konar starfsemi annarri. Í dag rekur félagið tvær sport- og útilífsbúðir, Fjarðasport í Neskaupstað og Veiðifluguna á Reyðarfirði. Á báðum stöðunum sér félagið um rekstur vínbúða í góðu samstarfi við ÁTVR. Þá er SÚN umboðsaðili TM í Neskaupstað og hefur verið um áratugaskeið. Einnig hefur SÚN  umsjón með rekstri Olíusamlags útvegsmanna sem er umboðsaðili Olís.

,,Fyrir nokkrum árum ákvað stjórn Samvinnufélagsins að verja drýgstum hluta þess arðs sem því fellur í skaut af eignarhlut sínum í Síldarvinnslunni til allskyns velferðarmála innan fjallahrings Norðfjarðar," segir Freysteinn.

,,Félagið hefur verið stórtækt undanfarin ár í þeim efnum og má m.a. benda á gerfigrasvöllinn, rennibrautir við sundlaugina tækjabúnað á Fjórðungssjúkrahúsinu, styrki til margs konar félagasamtaka og fleira. Á aðalfundi félagsins síðastliðið vor var stofnaður sérstakur sjóður, menningar og styrktarsjóður SÚN og er hlutverk hans að veita styrki til áhugaverðra mála tvisvar sinnum ár hvert. Nú hefur fyrsta úthlutun farið fram og á hún sér stað á þeim undarlegu krepputímum sem nú eru þegar flestir reyna að draga saman seglin. Þá blæs Samvinnufélagið til úthlutunar styrkja sem alls nema 13 milljónum króna, eru veittir til margvíslegra verkefna og koma örugglega að góðum notum."

vefur_styrkegar_freysteinn.jpg Ljósmyndir/Steinunn Ásmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.