Snarpar hviður í Öræfasveit

Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla  en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands. 

Á morgun verður norðlæg átt, 5-10 m/s á morgun en heldur hvassari á Vestfjörðum. Skúrir verða sunnantil, en él fyrir norðan og búast má við kólnandi veðri. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.