Snjóflóð í Njarðvíkurskriðum

Í dag féll snjóflóð á veginn um Njarðvíkurskriður og lokaði honum um tíma. Snjóruðningsbíll sem ryðja átti veginn til Borgarfjarðar réð ekki við að moka flóðinu burt, þar sem það var um tveir metrar á þykkt. Grafa var fengin á staðinn í moksturinn og er vegurinn nú opinn að nýju. Nokkuð hefur verið um snjóflóð undanfarið, einkum á Norðfirði og í Seyðisfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.