Sonja Björk íþróttamaður Hattar


Knattspyrnukonan Sonja Björk Jóhannsdóttir var á þriðjudag útnefndur íþrótta- og knattspyrnumaður Hattar fyrir árið 2008. Íþróttamenn félagsins voru heiðraðir á þrettándabrennu þess.

 

Image Hún var um áramótin valin öðru sinni í 27 manna landsliðshóp sem kemur saman í febrúar, en æfingar standa yfir fyrir Evrópukeppnina í Finnlandi í sumar. Landsliðsþjálfarinn sá fyrst til Sonju fyrir ári á æfingu með karlaliði Hattar. Afrek hennar er enn meira fyrir þær sakir að Hattarliðið spilar í 1. deild kvenna.
Una Bergsteinsdóttir var valin sundmaður ársins fyrir jafnan og góðan árangur á mótum.
Valgerður Hreinsdóttir var valin blakkona ársins. Hún hefur verið lykilmaður í blakliðinu undanfarin ár sem hefur náð fínum árangri í neðri deildum. Hún er einstaklega góð fyrirmynd annarra íþróttamanna, innan vallar sem utan.
Linda María Karlsdóttir er fimleikamaður ársins. Hún var meðal máttarstóla hópfimleikaliðsins í fyrra, vinnur vel á æfingum, sýnir mikinn áhuga og er góð fyrirmynd.
Daði Fannar Sverrisson er frjálsíþróttamaður Hattar. Hann varð í fyrra bæði Íslands- og unglingameistari í spjótkasti 12 ára drengja þar sem hann kastaði 37,78 metra sem er með betri köstum frá upphafi í aldursflokknum samkvæmt skráningu FRÍ.
Kristinn Harðarson, var valinn körfuknattleiksmaður ársins, en hann hefur verið lykilmaður í liðinu seinustu ár, þykir góð fyrirmynd og berst í hverjum leik.
Fjölnir Þrastarson er skíðamaður ársins. Hann vann Austurlandsmót í fyrra og náði verðlaunum á Andrésar Andarleikunum í stórsvigi. Metnaður hans á æfingum skilaði sér þannig í keppnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.