Soroptimistar ganga gegn stafrænu ofbeldi

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir árlegri ljósagöngu sinni í dag. Gengið er gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár sérstök áhersla lög á stafrænt obeldi.

Mánudagurinn 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar jafnframt upphaf 16 daga vitundarvakningu Soroptimista og fleiri hreyfinga um málið, undir yfirskriftinni „Roðagyllum heiminn“. Hluti af því er að kirkjur og fleiri byggingar eru lýstar upp í appelsínugulum lit.

Í ár er sérstök áhersla lögð á ofbeldi á netinu/stafrænt ofbeldi. Það er þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með manneskju, ógna henni, áreita eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til hegðunar sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi.

„Með þessum miðlum dreifast gögn með ógnarhraða og tilkoma gervigreindar hefur í för með sér áður óþekktan vanda. Mikilvægt er að beina athyglinni að forvörnum, við þurfum öll að þekkja rauðu aðvörunarljósin til að geta brugðist við í tíma og einnig þekkja hvert við getum sótt okkur aðstoð. Góðar upplýsingar um stafrænt ofbeldi, hvernig er best að verjast því og bregðast við er að finna á https://www.112.is/ofbeldi/stafraent-ofbeldi,“ segir í tilkynningu Soroptimista.

Árleg ljósaganga Soroptimistaklúbbs Austurlands verður gengin frá Bónus á Egilsstöðum, í dag klukkan 17:00 að tehúsinu. Þar verður stutt dagskrá í anda átaksins. Þátttakendur eru hvattir til að klæðast appelsínugulu, eða með öðrum hætti prýða sig, heimili eða umhverfi með þeim lit næstu daga.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.