Spurningakeppni um glæpasögur

Hið íslenska glæpafélag stendur í dag fyrir barsvari víða um land til að halda upp á 25 ára afmæli sitt. Spurningakeppnin er haldin í samvinnu við bókasöfn landsins og verður ein slík á Egilsstöðum.

Hið íslenska glæpafélag er félag rithöfunda, þýðenda og fræðafólk sem hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að viðfangi íslenskra glæpasagna. Félagið var stofnað árið 1999 og er því 25 ára í ár.

Af því tilefni hefur félagið útbúið spurningakeppni sem haldin verður á alls 21 stað á landinu í dag. Mismunandi spyrlar eru á hverjum stað en á Egilsstöðum verður það Stefán Bogi Sveinsson, héraðsskjalavörður.

Fleiri viðburðir eru haldnir í tilefni afmæli glæpafélagsins. Þannig er „glæpafár“ þema mánaðarins á Bókasafni Héraðsbúa og íslenskir glæpasöguhöfundar þar hafðir í öndvegi.

Spurningakeppnin sjálf verður haldin á Tehúsinu og hefst klukkan 17:30. Hún er haldin með hefðbundnu barsvarsfyrirkomulagi og er miðað við að 2-4 séu saman í liði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.