Standið við samgöngubætur

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eru stjórnvöld hvött til að standa við áform um samgöngubætur á Austurlandi.

 

Þar er nefnt til flutningur Hringvegar við Egilsstaði til að greiða fyrir uppbyggingu miðbæjarins og að hraðað verði uppbyggingu Hringvegar um Skriðdal og heilsársvegar um Öxi. Að auki verði markvisst unnið að uppbyggingu flugvallarins á Egilsstöðum sem alþjóðaflugvallar, í nálægð við nokkra helstu ferðamannastaði á Íslandi og sem nýs valkosts í komu ferðamanna til landsins.
Fundurinn telur að leiðina út úr fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum að efla framleiðslugreinar, ferðaþjónustu og aðra gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Mikilvægi uppbyggingar sterkra byggðakjarna á landsbyggðinni með hátt þjónustustig, hafi ekki verið eins augljóst í áratugi, enda eru þeir forsenda blómlegrar byggðar og atvinnustarfsemi á nærliggjandi svæðum.
Fundurinn skorar jafnframt á ríkisvaldið að tryggja núverandi þjónustustig á svæðinu og vísar í því sambandi sérstaklega til heilbrigðisþjónustu. Fundurinn fagnar þeirri vinnu sem er hafin um uppbyggingu hjúkrunarrýma á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.