Strandaglópur í Hornafirði
Undanfarnar vikur hefur hreindýr haldið sig í Hellinum (eyjunni) sem er við innsiglinguna til Hornafjarðar og er talið líklegt að það hafi synt yfir álinn frá Austurfjörum þar sem nokkur hreindýr hafa verið á beit undanfarið.Það væri verðugt verkefni fyrir þá sem sinna dýraverndunarstörfum í sveitarfélaginu að hjálpa þessum ,,eyjafanga“ til að komast í hópinn sinn aftur og verða frjáls ferða sinna en ekki hýrast einn á þessari eyðieyju um jólahátíðina, segir á vef Hornafjarðar.