Strandaglópur í Hornafirði

Undanfarnar vikur hefur hreindýr haldið sig í Hellinum (eyjunni) sem er við innsiglinguna til Hornafjarðar og er talið líklegt að það hafi synt yfir álinn frá Austurfjörum þar sem nokkur hreindýr hafa verið á beit undanfarið. Á samfélagsvef Hornafjarðar, horn.is, er spurt hvort sundið milli lands og eyjar hafi verið svo erfitt að dýrið leggi ekki í að fara til baka. Hreindýrið virðist hafa nóg að éta en hvort nægjanlegt drykkjarvatn er á eynni er ekki ljóst.
Það væri verðugt verkefni fyrir þá sem sinna dýraverndunarstörfum í sveitarfélaginu að hjálpa þessum ,,eyjafanga“ til að komast í hópinn sinn aftur og verða frjáls ferða sinna en ekki hýrast einn á þessari eyðieyju um jólahátíðina, segir á vef Hornafjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.