Strandmenning og vitar á Austurlandi
Málþingið Strandmenning og vitar á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð á Norðfirði næstkomandi laugardag á milli kl. 12:15 og 16:00. Þar um Sigurbjörg Árnadóttir frá Vitafélagi Íslands fjalla almennt um vita og hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hvernig. Kristján Sveinsson hjá Siglingamálastofnun fjallar um vitasögu Austfjarða og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur um strandminjar á Austfjörðum. Þá ræðir Hörður Sigurbjarnarson frá Norðursiglingu á Húsavík um afþreyingu á sjó. Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsið á Norðfirði og í kaffi í nýja kaffihúsið Frú Lúlú.
Málþingið er ókeypis og öllum opið.