Stuðningur í kreppunni

Stefnt er að því að upplýsingabæklingur, um ýmis atriði sem tengjast efnahagsþrengingum íslensku þjóðarinnar, frá AFLi starfsgreinafélagi fari í dreifingu inn á öll heimili í fyrramálið. Félagsþjónustur sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytið styðja einnig við fólk sem á erfitt vegna kreppunnar.

 

Félagið hefur seinustu daga komið upplýsingum á framfæri til félagsmanna sinna vegna efnahagskreppunnar. Inni á vef þess, www.asa.is , eru bæklingar frá lögfræðisvæði Alþýðusambands Íslands. Þar er meðal annars fjallað um uppsagnir, ákvæði laga og kjarasamninga við uppsagnarferil, hópuppsagnir, ábyrgð á innistæðum og útskýrður munur á mismunandi tegundum innlánsreikninga.

Heilsugæslan í Fjarðabyggð, félagsþjónusta Fjarðabyggðar og sóknarprestar hafa komið upp aðstoð fyrir þá sem eiga erfitt í efnahagskreppunni. Boðið er upp á viðtöl, þriðjudaga og föstudaga milli kl. 15 og 16 í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði. Tímapantanir eru á heilsugæslustöðinni á Eskifirði í síma 470 1430. Hægt er að hringja í vakthafandi lækni í síma 856 9300 utan dagvinnutíma ef á þarf að halda.

Hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs stendur íbúum Vopnafjarðarhrepps, Borgarfjarðarhreps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps og Djúpavogshrepps til boða sálræn stuðningsviðtöl. Þau er hægt að panta í síma 4 700 705.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, sem felur í sér nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall. Símtöl í 800-1190 eru endurgjaldslaus en nánari upplýsingar um þjónustuna má finna á http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.