Styrkir veittir til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði fyrir skömmu styrkjum  að upphæð kr. 600.000.- til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála fyrir árið 2009. Sjö umsóknir bárust.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Menningar- og íþróttanefnd úthlutaði eftirtöldum styrkjum:

Safnaðarsamlag Héraðs og Borgarfjarðar fyrir hönd Bíbí -æskulýðsfélags kirkjunnar á Héraði. Starfsstyrkur til æskulýðsstarfa kirkjunnar. Samþykkt að styrkja æskulýðsstarf kirkjunnar á Héraði um kr. 50.000,-.

Æskulýðsnefnd Freyfaxa. Umsókn um styrk til æskulýðsstarfsemi á vegum Hestamannafélagsins Freyfaxa. Samþykkt að veita æskulýðsnefnd Freyfaxa kr. 100.000,- til verkefnisins.

Fimleikadeild Hattar. Umsókn um styrk til kaupa á áhöldum. Samþykkt að styrkja Fimleikadeild Hattar um kr. 300.000,- til tækjakaupa.

Erna Friðriksdóttir umsókn um styrk til sérhæfðra skíðaæfinga fyrirfatlaða. Samþykkt að veita henni kr. 50.000,- í styrk.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs umsókn um styrk vegna gönguleiða að heiðarbýlum á Jökuldalsheiði. Samþykkt að veita kr. 100.000,- í styrk.

 

Samtals úthlutað kr. 600.000.-

 

Umsókn frá Kirkjumiðstöð Austurlands. Óskað er eftir styrk til kaupa og uppsetningar leiktækja við KMA.  Styrkumsókn hafnað.

Umsókn frá Björgvini Karli Gunnarssyni vegna þjálfaramenntunar. Erindinu hafnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.