Þrettándagleðinni á Djúpavogi frestað vegna veðurs

Þrettándagleði sem halda átti á Djúpavogi í dag hefur verið frestað vegna veðurs. Þrettándagleðin á Egilsstöðum er hins vegar á áætlun.

Boðaðri þrettándagleði á Hermannastekk við Djúpavog, sem halda átti klukkan 17 í dag, hefur verið frestað til miðvikudags. Bálhvasst hefur verið á þeim slóðum. Mesti vindhraði á landinu í dag mældist í Hamarsfirði klukkan átta í morgun, 29,4 m/s og 26,5 í Papey.

Miklar hviður hafa einnig verið í Hamarsfirði, 52,4 m/s klukkan 3:40 í nótt. Þá var þar einnig mjög hvasst milli sjö og átta í morgun. Stærsta hviðan í þeirri skorpu var klukkan átta, 48,2 m/s.

Árleg þrettándagleði Íþróttafélagsins Hattar verður haldin í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:20. Þar verður kveikt í bálkesti, íþróttafólk ársins heiðrað og veitt verðlaun fyrir störf fyrir félagið í gegnum tíðina.

Þar verða einnig undirritaðir samningar milli UÍA, Múlaþings og Ungmennafélags Íslands um Unglingalandsmót UMFÍ 2025 sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Gleðin endar síðan á flugeldasýningu.

Ekki hafa fleiri upplýsingar borist um skiplagðar þrettándabrennur á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.