Þrettándagleðinni á Djúpavogi frestað vegna veðurs
Þrettándagleði sem halda átti á Djúpavogi í dag hefur verið frestað vegna veðurs. Þrettándagleðin á Egilsstöðum er hins vegar á áætlun.Boðaðri þrettándagleði á Hermannastekk við Djúpavog, sem halda átti klukkan 17 í dag, hefur verið frestað til miðvikudags. Bálhvasst hefur verið á þeim slóðum. Mesti vindhraði á landinu í dag mældist í Hamarsfirði klukkan átta í morgun, 29,4 m/s og 26,5 í Papey.
Miklar hviður hafa einnig verið í Hamarsfirði, 52,4 m/s klukkan 3:40 í nótt. Þá var þar einnig mjög hvasst milli sjö og átta í morgun. Stærsta hviðan í þeirri skorpu var klukkan átta, 48,2 m/s.
Árleg þrettándagleði Íþróttafélagsins Hattar verður haldin í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:20. Þar verður kveikt í bálkesti, íþróttafólk ársins heiðrað og veitt verðlaun fyrir störf fyrir félagið í gegnum tíðina.
Þar verða einnig undirritaðir samningar milli UÍA, Múlaþings og Ungmennafélags Íslands um Unglingalandsmót UMFÍ 2025 sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Gleðin endar síðan á flugeldasýningu.
Ekki hafa fleiri upplýsingar borist um skiplagðar þrettándabrennur á Austurlandi.