Skip to main content

Tómas Már forstjóri Alcoa á Íslandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2008 19:33Uppfært 08. jan 2016 19:18

Ljósmynd/Steinunn ÁsmundsdóttirTómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, tekur við nýrri stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Mun hann bæði stjórna Alcoa Fjarðaáli og stjórna undirbúningi og væntanlegri uppbyggingu nýs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík. Tómas Már segir Fjarðaál verða fyrirmynd nýrra álvera Alcoa og sú þekking sem skapast hafi þar muni nýtast vel til framtíðar. Tómas Már og kona hans, Ólöf Nordal alþingismaður, munu flytja heimili sitt frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kjölfar þessara breytinga.

Hafsteinn Viktorsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu Fjarðaáls og mun jafnframt sjá um daglegan rekstur álversins. Þá mun hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls framvegis starfa fyrir Alcoa á Íslandi.

 

 Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Ljósmynd/Steinunn ÁsmundsdóttirTómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, tekur við nýrri stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Mun hann bæði stjórna Alcoa Fjarðaáli og stjórna undirbúningi og væntanlegri uppbyggingu nýs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík. Tómas Már segir Fjarðaál verða fyrirmynd nýrra álvera Alcoa og sú þekking sem skapast hafi þar muni nýtast vel til framtíðar. Tómas Már og kona hans, Ólöf Nordal alþingismaður, munu flytja heimili sitt frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kjölfar þessara breytinga.

Hafsteinn Viktorsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu Fjarðaáls og mun jafnframt sjá um daglegan rekstur álversins. Þá mun hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls framvegis starfa fyrir Alcoa á Íslandi.

 

 Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir