Töluvert fleiri fuglategundir nú en fyrir ári á Fugladeginum

Árlegur Fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna fór fram fyrir skömmu en við það tilefni koma ferða-, og fuglaáhugamenn í Fjarðabyggð auk starfsmanna Náttúrustofunnar saman og skrá þær tegundir fugla sem sjást við leirur Reyðar- og Norðfjarðar í sumarbyrjun.

Reyndist fjöldinn sem nú sást til töluvert meiri en fyrir ári síðan. Voru skráðar nú einar 32 tegundir fugla á Reyðarfirði en 29 tegundir í Norðfirði auk tveggja blendingstegunda á fyrrnefnda staðnum. Til samanburðar töldust tegundirnar fyrir ári síðan 24 í Reyðafirðinum en einungis 14 í Norðfirði. Hugsanlega skiptir sköpum í þessu sambandi að fyrir ári fór Fugladagurinn fram í lok apríl en að þessu sinni tæpum tveimur vikum síðar. Fyrir tveimur árum síðan var tegundafjöldinn svipaður og nú var.

Þær tegundir sem skráðar voru að þessu sinni voru grá- og heiðagæsir, skúfendur, bjargdúfur, hettumáfar, stelkar, hrossagaukar, heiðlóur, jaðrakan, kríur, kjói, skógarþrestir, hrafnar, maríuerlur, stokkendur, urtönd, sandlóur, rauðhöfðaendur, tjaldar, lóuþrælar, spóar, silfurmáfur, tildrur, súla, teistur, æðarfuglar, straumendur, sendlingar, lómar, hávellur, fýlar , svartbakar, toppendur, hettu-, hvít-, silfur- og bjartmáfar, lóuþrælar og þúfu- og auðnutittlingar.

Þáttakendur komið hér auga á eitthvað markvert úti á leirunum í Norðfirði en vel hittist á með veður Fugladaginn þetta árið. Mynd NA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.