Trúðurinn Gunnar vann

Gunnar Gunnarsson, á Trúðnum, vann torfæruna í Mýnesgrús við Egilsstaði í gær. Heimamennirnir Eyjólfur Skúlason og Ólafur Bragi Jónsson fylgdu á eftir.

 

ImageGunnar hlaut 2070 stig í brautunum fimm. Eyjólfur Skúlason, sem var fyrstur fram að næst seinustu braut varð annar með 2015 stig og Ólafur Bragi þriðji með 1816 stig. Í flokki sérútbúinna götubifreiða sigraði Bjarki Reynisson á Dýrinu með 1508 stig. Hlynur Sigurðsson vann í flokki götubíla með 2027 stigum, sjö stigum meira en Steingrímur Bjarnason sem varð annar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.