Skip to main content

Undirbúa stórtónleika XXX Rottweiler á Reyðarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. apr 2025 10:58Uppfært 16. apr 2025 14:09

Hópurinn sem stendur að stórtónleikum XXX Rottweiler hundanna í íþróttahúsinu á Reyðarfirði á laugardagskvöld iðar nú í skinninu eftir að geta byrjað að undirbúa hlutina en þeir fá húsið afhent upp úr hádegi í dag. Viðburðurinn hluti af 25 ára afmælistónleikaröð hljómsveitarinnar.

Eðli máls samkvæmt fylgir töluvert umstang við að breyta íþróttahöll í hentugt tónleikasvæði og veitir ekki af tveimur til þremur dögum til í það verkefni. Það ekki einungis hin vinsæla hljómsveit Rottweiler sem skemmtir gestum á laugardagskvöldið heldur og koma þar fram að auki Elli Grill, ISSI, DJ Tony og Mr. Clean Bass Crew. Það því erfitt að komast hjá því að skemmta sér fyrir gesti að sögn eins skipuleggjandans Wojtek Grzelak.

Að ýmsu að hyggja

„Það er auðvitað að mörgu að hyggja og auðvitað eitt og annað sem komið hefur upp á eins og gengur en nú erum við að bíða þess að fá húsið afhent svo undirbúningur geti hafist. Það verður upp úr hádegi í dag og svo kemur gengi hér síðdegis með allar græjurnar sem hljómsveitinni fylgja og byrja að setja sitt upp. Það er í ýmis horn að líta eins og að setja upp grindur og koma fyrir klósettum en allt mun þetta ganga upp fyrir laugardaginn.“

Að hans sögn gengur miðasalan vel en hægt er að tryggja sér miða á forsöluverði fram á föstudaginn kemur en einnig er selt inn á tónleikana í dyrunum laugardagskvöldið ef miðar verða þá eftir.

Big Pond í þokkabót

Tónleikarnir ekki það eina sem hópurinn er að græja þessa páskaviku því þeir líka að endurtaka Big Pond brettahátíðina þar sem brettakappar nær og fjær etja kappi á brettum yfir tjarnir og stökkpalla en sá viðburður hefur tekist afar vel. Sökum snjóleysis í byggð á Eskifirði þar sem stökkkeppnin átti að fara fram hefur allt verið fært upp í Oddsskarðið og verður góð skemmtun þar frá 12 til 16 á föstudaginn kemur.