Uppgjör Alcoa undir væntingum

Hagnaður Alcoa, móðurfélags Alcoa Fjarðaáls, á þriðja fjórðungi ársins nam 268 milljónum Bandaríkjadala miðað við 555 milljónir á sama tíma í fyrra. Greinendur hefðu gert ráð fyrir rúmlega 150 milljóna meiri hagnaði.

 

Þetta kemur fram í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans. Þar segir að eftirspurn eftir áli í heiminum aukist um 6% en spar fyrirtækisins gerði ráð fyrir 8% aukningu. Í Bandaríkjunum minnkar eftirspurnin um 10% en um 15% í Kína. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, að tíðindin hafi engin áhrif á félagið sem sé í öflugri stöðu og gangi vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.