Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Austurlandi vakti lukku
Efnilegt tónlistarfólk frá öllum sveitarfélögum Austurlands steig á svið í Tónlistarmiðstöð Austurlands um helgina og sýndi hvað í þeim bjó með fjölbreyttri efnisskrá sem spannaði allt frá klassík til rokks og róls.
Tónlistarnemendur allra tónlistarskóla fjórðungsins komu þar saman. Sumir eins síns liðs en aðrir samspilshópar og hljómsveitir létu líka í sér heyra. Ungmennin spiluðu fyrir vel fullan sal af gestum sem gerðu góðan róm að.
Allt var þetta hluti af verkefninu Nótunni sem er árlega uppskeruhátíð allra tónlistarskóla landsins og fór fram á svipuðum tíma í öllum landshlutum. Hvað Austurland varðar komu fram nemendur frá Vopnafirði, Neskaupstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
Viðburðinn setti Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og hafði á orði að slíkur viðburður sýndi vel hve gott starfs sé unnið í tónlistarskólum fjórðungsins og hve hæfileikarík ungmenni leggi stund á tónlist. Undir það tóku gestir sem gáfu ungmennunum mikið lof í lófa í lokin fyrir góða skemmtun.
Söng- og tónelsk ungmenni Austurlands skemmtu næsta fullum sal af gestum um helgina og gerður góður rómur að. Mynd Tónlistarmiðstöð Austurlands