Vilja fá Öxi rudda
Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað hafa skorað á Vegagerðina að opna Öxi í ljósi góðs veðurútlits og þess að mun minna fyrirtæki sé að ryðja veginn opinn eftir vegbætur í haust. Vegagerðin segist skilja sjónarmið sveitarfélaganna, en fjallvegurinn tilheyri snjómoksturflokki fjögur og eigi því aðeins að ryðja hann að hausti og vori en ekki á vetrum. Í snjómokstursframlögum til svæðisins í ár sé gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund krónum til moksturs en Vegagerðin hafi þegar varið til þess fimm og hálfri milljón. Það sé á valdi samgönguyfirvalda að breyta snjómokstursreglum fyrir Öxi.