Viljayfirlýsing um fimmtíu þúsund fermetra gagnaver

Fljótsdalshérað undirritaði í dag viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone ehf. um byggingu á allt að fimmtíu þúsund fermetra gagnaveri í sveitarfélaginu. Greenstone hefur jafnframt ritað undir viljayfirlýsingu við Landsvirkjun varðandi útvegun á að minnsta kosti 50 MW af orku. Gagnaverið gæti skapað um 20 bein störf og annað eins af óbeinum störfum.

 

Í viljayfirlýsingu Greenstone og Fljótsdalshéraðs kemur fram að sveitarfélagið mun leggja til lóð undir gagnaver og Greenstone sjá um kynningu á möguleikum sveitarfélagsins í þessum efnum, sem og hönnun og væntanlega byggingu gagnavers.

Hafin er lagning nýs ljósleiðara til Evrópu frá Íslandi og fleiri gagnatengingar eru í farvatninu til að tengja landið betur bæði við Evrópu og Norður-Ameríku. Áhersla er lögð á lagningu nýs ljósleiðara milli Íslands og Bandaríkjanna í viljayfirlýsingunni. Segir að slíkt muni auka möguleika á að alþjóðleg fyrirtæki sjái sér fært að staðsetja gagnaver sín á Íslandi og nýta þannig vistvæna orku landsins til að kæla og keyra mengunarlausan tæknibúnað gagnavera.

Hugsanlegt er að vatn úr Lagarfljóti verði notað til að kæla búnað gagnavers á Fljótsdalshéraði.

Greenstone hefur undirritað svipaðar viljayfirlýsingar við fleiri íslensk sveitarfélög undanfarið. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið, en ljóst að um vænlegan atvinnuveg er að ræða ef af verður.

 Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og Sveinn Óskar Sigurðsson hjá Greenstone undirrituðu yfirlýsinguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lagarfljtsbr4.jpg

 

 

Ljósmyndir/Steinunn Ásmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.