Ylur ehf. endurbyggir 4,6 km Borgarfjarðarvegar

Vegagerðin ætlar að semja við Yl ehf. um endurbyggingu á 4,6 kílómetra löngum vegkafla á Borgarfjarðarvegi. Nær hann frá Lagarfossvegi að Sandi í Hjaltastaðarþinghá. Innifalið er einnig í verkingu klæðning 900 m löngum kafla á Lagarfossvegi.

vegagerdinlogogif.gif

Ylur ehf. bauð 74,8 milljónir króna í verkið, en kostnaðaráætlun nam 70,5 milljónum króna. Ísgröfur ehf. á Laugum bauð lægra en uppfylltu ekki sett skilyrði að mati Vegagerðarinnar og því verður gengið til samninga við Yl. Önnur austfirsk fyrirtæki sem buðu voru Héraðsverk ehf. og Jónsmenn ehf. Svo virðist sem þetta tiltekna verk muni sleppa undan niðurskurðarhníf vegaframkvæmda á Austurlandi að sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.