112 Dagurinn á Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. feb 2023 10:08 • Uppfært 08. feb 2023 10:08
Laugardagurinn næstkomandi, þann 11. febrúar er 112 dagurinn sem haldinn er hvert ár til að minna á neyðarnúmer landsmanna. Dagsetningin 11.2 minnir á neyðarnúmerið 112. Á laugardaginn milli 14:00-16:00 verður dagskrá á björgunarsveitarplaninu á Egilsstöðum þar sem viðbragðsaðilar kynna starfsemi sína.
Þar verða tæki og tól til sýnis og fólki boðið að skoða og fræðast um starfið hjá viðbragðsaðilum. Björgunarsveitin og Rauði Krossinn verða á staðnum ásamt fleiri viðbragðsaðilum. Sjúkrabílar, lögreglubílar og slökkviliðsbílar verða á svæðinu til sýnis og fræðslu.