26 verkefni fengu 55 milljónir úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar

Undirbúningur LungA-skólans að eigin húsnæði og búnaður fyrir sandblástur fengu stærstu styrkina þegar úthlutað var úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar í þriðja og síðasta sinn í vikunni. Alls var úthlutað 55 milljónum til 26 verkefna.

Sjóðurinn var settur á laggirnar af íslenska ríkinu í samvinnu við Múlaþing og Austurbrú til þess að styrkja byggðina á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í desember 2020. Sjóðurinn var alltaf tímabundinn en í þessum þremur úthlutunum hefur alls 165 milljónum verið úthlutað.

„Þessi úthlutun er til marks um að mikill kraftur, metnaður og skapandi hugsun einkennir atvinnulíf Seyðfirðinga. Styrkirnir miða að því að veita stuðning til að ýta verkefnum úr vör og því getur liðið tími frá því að þeir eru veittir og þar til árangurinn er að fullu sýnilegur,“ segir í ávarpi Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns verkefnisstjórnar, í tilefni úthlutunarinnar.

Að þessu sinni bárust alls 39 umsóknir, það mesta sem komið hefur, upp á rúmar 206 milljónir. Eftirtalin verkefni fengu styrk að þessu sinni.

LungA-skólinn: Undirbúningur að nýrri byggingu fyrir skólann. 6.000.000 kr.
Sævar E. Jónsson/Stjörnublástur: Færanlegur þurrísblástursbúnaður með sandi. 6.000.000 kr.
PG Stálsmíði: Bygging renniverkstæðis og bæting lagers og starfsmannaaðstöðu. 4.000.000 kr.
Rúnar Gunnarsson o.fl.: Örbrugghúsið MeMes ölgerð. 4.000.000 kr.
Sören Björnshave Taul: Logsuðusmiðja Málms ehf. 3.000.000 kr.
Herðubreið: Annar áfangi að samvinnurými. 3.000.000 kr.
HE trésmíðavinnustofa: Annar áfangi að byggingu iðnaðarhúsnæðis, tveggja hæða timburhúss í aldamótastíl, sem hýsi starfandi trésmíðaverkstæði og fleira. 3.000.000 kr.
Skálanessetur: Þróun og uppsetning á afþreyingarvörum í ferðaþjónustu að vori og hausti. 2.000.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands: Standsetning varðveisluhúsnæðis. 2.000.000 kr.
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir: Undirbúningur að framleiðslu linolíumálningu. 1.700.000 kr.
Ingvi Örn Þorsteinsson og Dusan Merchak: Ferðaþjónustufyrirtækið East Fjords Adventurs sem bjóði upp á fjallgöngur, hjólaferðir og síðar kajak- og snjóbrettaferðir. 1.500.000 kr.
Skaftfell: Ráðning starfsmanns sem geti sinnt uppbyggingu, viðhaldi og ráðgjöf fyrir prentverkstæði. 1.500.000 kr.
Sandra og Kevan: ARTblik Workshop, vinnurými fyrir lista- og handverksfólk með sýningarglugga. 1.500.000 kr.
Byggingafélagið Stofn: Aldamótahús á Leirunni – bygging verkstæðis og vinnustofu sem hefur skírskotun til aldamótahúsanna á Seyðisfirði. 1.400.000 kr.
Sagnabrunnur: Þróun á áfanga í vettvangsfornleifafræði fyrir erlendan háskóla. 1.000.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands: Markaðssetning sýningarinnar og gönguleiðar til farþegar skemmtiferðaskipa. 1.000.000 kr.
Ashley Milne: Fýsileikakönnun á skíðaferðum utan hefðbundinna leiða (cat-skiing) í nágrenni Seyðisfjarðar. 1.000.000 kr.
Litten Nyström: Litir Austurlands – vinnsla litaefnis á sjálfbæran hátt úr grjóti, leir og öðrum efnum á Seyðisfirði og nágrenni. 1.000.000 kr.
Haukur Óskarsson/Skaftfell: Ný Filling Sation – viðhald á innflutningi og dreifing á lífrænu grænmeti og þurrmat og þróun á sölu. 1.000.000 kr.
Radu Buema/RoShamBo: Perma Films – uppbygging myndbands- og margmiðlunarfyrirtækis á Seyðisfirði. 1.000.0000 kr.
Radu Buema: Seyðisfjörður bikes – stofnun hjólafyrirtækis. 1.000.000 kr.
Skaftfell: Vöruþróunarvinna í tengslum við prentvinnustofu. 800.000 kr.
RoShamBo: RÓ – Áframhaldandi þróun á hvíldaraðstöðu út frá RÓ ullardýnunum. 800.000 kr.
Ströndin: Heiðin – margmiðlunarverkefni um veginn yfir Fjarðarheiði – 700.000 kr.
Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir: Rannsókn á mögulegri nýtingu annars flokks æðardúns, sem ekki má selja í dag. 700.000 kr.
Lokkafín: Betrumbætur og lok uppbyggingar á hárgreiðslustofunni sem gjöreyðilagðist í skriðunum. 400.000 kr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.