Reiknað með að austfirskir fjallvegir lokist í kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. des 2014 19:55 • Uppfært 08. des 2014 19:57
Vegagerðin telur hættu á að fjallvegir lokist á Austurlandi um miðnætti. Spáð er hvassviðri og úrkomu í kvöld.
Í viðvörun frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eru íbúar hvattir til að festa lausamuni utandyra og bátaeigendur að huga að bátum sínum.
Á Austurlandi er spáð vaxandi suðaustan-, eða austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu seint í kvöld og nótt. Búast má við 20-28 m/s og hita við frostmark framundir morgun.
Vindinn á að lægja í fyrramálið og snúast til suðvesturs. Um leið dregur úr úrkomunni.