Gistinóttum á Austurlandi fækkaði í október

hotelherbergiGistinóttum á Austurlandi fækkaði um 13% í októbermánuði á meðan þeim fjölgaði um 16% á landsvísu á milli áranna 2013 og 2014.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Á Austurlandi voru skráðar 3733 gistinætur í síðasta mánuði, færri en í nokkrum öðrum landshluta og um 600 færri en á sama tíma en í fyrra. Þær eru hins vegar um 300 fleiri en í október árið 2012.

Erlendir gestir voru 70% þeirra sem gistu á Austurlandi. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í þeirra hópi.

Athygli vekur að gistinóttum á Austurlandi fækkar á sama tíma og þeim fjölgar verulega á landsvísu. Á Norðurlandi fækkar reyndar um -7% en mest er fjölgunin á Suðurlandi um 40% og á Suðurnesjum, 34%.

Þá er nýting herbergja hvergi verri en á Austurlandi, 19,4% en var 22,9% í fyrra. Á Vesturlandi og Norðurlandi er hún um 30%, 40% á Suðurlandi og 60% á Suðurnesjum sem er um landsmeðaltal. Langbest er hún í Reykjavík, 84,4%.

Athygli er vakin á að tölurnar ná eingöngu til gistinótta á hótelum sem opin eru allt árið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.