Skip to main content

Lokað yfir Fjarðarheiði og Fagradal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. des 2014 10:34Uppfært 11. des 2014 10:56

bjsveitin herad fdalur lokad 11120214Vegunum yfir Fjarðarheið og Fagradal hefur verið lokað vegna ófærðar og illviðris. Ökumenn hafa lent þar í miklum vandræðum í morgun.


Það var á tíunda tímanum í morgun sem bíl frá björgunarsveitinni Héraði var lagt fyrir veginn út frá Egilsstöðum upp á Fagradal. Félagar úr sveitinni standa þar vakt.

Þá er nýbúð að setja slár upp til að loka veginum yfir Fjarðarheiði. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Egilsstöðum að ökumenn hefðu lent í miklum vandræðum á vegunum í morgun.

Ófært er til Mjóafjarðar og um Breiðdalsheiði og Öxi. Þungfært er upp Skriðdal.

Þæfingur er á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum og ófært frá Mývatni. Þæfingur er einnig á Vatnsskarði.

Snjóþekja og skafrenningur eða snjókoma er á leiðum suður í Breiðdalsvík. Þaðan eru hálkublettir og snjókoma,

Veðurstofan spáir norðan 18-25 m/s fram eftir degi og éljum. Hvassast verður úti við sjóinn og varað er við vindhviðum á sunnanverðum Austfjörðum. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður fyrr en í kvöld.

Mynd: Björgunarsveitin Hérað