Lokað yfir Fjarðarheiði og Fagradal

bjsveitin herad fdalur lokad 11120214Vegunum yfir Fjarðarheið og Fagradal hefur verið lokað vegna ófærðar og illviðris. Ökumenn hafa lent þar í miklum vandræðum í morgun.

Það var á tíunda tímanum í morgun sem bíl frá björgunarsveitinni Héraði var lagt fyrir veginn út frá Egilsstöðum upp á Fagradal. Félagar úr sveitinni standa þar vakt.

Þá er nýbúð að setja slár upp til að loka veginum yfir Fjarðarheiði. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Egilsstöðum að ökumenn hefðu lent í miklum vandræðum á vegunum í morgun.

Ófært er til Mjóafjarðar og um Breiðdalsheiði og Öxi. Þungfært er upp Skriðdal.

Þæfingur er á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum og ófært frá Mývatni. Þæfingur er einnig á Vatnsskarði.

Snjóþekja og skafrenningur eða snjókoma er á leiðum suður í Breiðdalsvík. Þaðan eru hálkublettir og snjókoma,

Veðurstofan spáir norðan 18-25 m/s fram eftir degi og éljum. Hvassast verður úti við sjóinn og varað er við vindhviðum á sunnanverðum Austfjörðum. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður fyrr en í kvöld.

Mynd: Björgunarsveitin Hérað

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.